
Nagdýrakítti
Kítti án eiturefna sem hindrar aðgang nagdýra og skordýra á og í kringum heimili og garða.
- Án eiturefna
- Auðvelt í notkun
- Vatnshelt
Panta vöru
Endursöluaðilar Nagdýrakítti:
Nánari lýsing
Kítti sem er sérhannað til að hindra aðgang nagdýra og skordýra að heimilum og görðum. Þetta eiturefnalausa kítti er auðvelt í notkun, hentugt til að loka fyrir samskeyti, rör og önnur inn- og útgöng fyrir bæði nagdýr og skordýr. Kíttið er öflugt, vatnshelt og virkar strax eftir notkun, sem tryggir örugga vörn.
- Örugg lausn fyrir heimili og garða, inniheldur engin eiturefni skaðlegum fyrir börn eða gæludýr.
- Hentar fyrir samskeyti, rör, veggjakanta, glugga, sprungur og rifur o.fl.
- Góð vörn og viðheldur virkni við erfið veðurskilyrði.
Notkunarleiðbeiningar:
Undirbúningur
Til að nota nagdýrakíttið er þörf á kítissprautu. Tryggið að yfirborðið sem kíttið er borið á sé þurrt og hreint, fjarlægið allt laust efni.
Framkvæmd
- Skerið oddinn varlega af túpunni með hníf. Festið stútinn á túpuna og skrúfið hann þétt á. Ef þörf er á er hægt að snyrta endann á stútnum varlega til að áborið kítti verði þykkara.
- Berið kítti á með kíttissprautu. Tryggið að þykkt kíttislags sé að minnsta kosti 10 mm og að það loki samskeytum alveg að brún á öllum hliðum.
- Sléttið áborið kítti með hentugu áhaldi.
- Kíttið verður samstundis vatnshelt og virkar strax.
Notkunarstaðir
- Í kringum samskeyti, röragöt, sprungur, holur og rifur.
- Til þess að loka rifum í veggjum, gólfum og gluggum.
ATH
Mælt er með að nota hanska við meðhöndlun kíttisins og að vinna á vel loftræstum stað. Kíttið ætti aðeins að nota á svæði þar sem búið er að undirbúa flötinn fyrir notkun. Ef þörf er á að fjarlægja kíttið áður en það harðnar, er mælt með notkun terpentínu (við 20°C). Ef kíttið kemst í snertingu við húðina, skal skola það strax af með miklu vatni og sápu.
Þó svo þessi vara sé án eiturefna ætti að geyma hana þar sem börn og gæludýr ná ekki til. Forðist snertingu við augu og munn. Ekki ætlað til inntöku. Berið ekki á nærri hitauppsprettum. Mögulegt er að mála yfir kíttið eftir 48 klst. (við 20°C). Geymið á þurrum, frostlausum stað. Álagsþolshitatig: -50°C til +90°C. Mismunandi getur verið hversu þykkt lag þarf að bera á, mögulega þarf að fara fleiri umferðir til að tryggja lokun.
Varúð
LESIÐ ALLAR LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN, geymið þar sem börn ná ekki til.