Músavinur

Músagildra sem fangar mýs án þess að skaða þær. Einföld í notkun og uppsetningu.

  • Fyrirferðalítið 
  • Auðvelt í notkun
  • Mannúðlegt
Endilega hafðu samband ef áhugi er fyrir þessari vöru.

Endursöluaðilar Músavinur:

Nánari lýsing

Músavinurinn er mannúðleg músagildra sem gerir þér kleift að fanga mýs án þess að valda þeim skaða. Þessi einfalda gildra tryggir það að músin náist lifandi og auðvelt er að sleppa henni á viðeigandi stað. Fullkominn fyrir heimili, skrifstofur eða önnur svæði þar sem músa er ekki óskað.

Með notkun á Músavininum kemur þú í veg fyrir tjón sem mýs geta valdið á eignum, þá sjúkdóma sem þær geta borið með sér og óhreinindin sem þeim fylgja.

  • Fangar mýsnar lifandi án þess að valda skaða og gerir þér kleift að sleppa þeim á öruggan hátt.
  • Hægt er að nota margvíslega beitu t.d. hnetusmjör eða brauð til að laða að mýs og gera gildruna áhrifaríkari.
  • Mikilvægt er að athuga gildruna á 6 klukkustunda fresti.
  • Ekki mælt með að setja gildruna þar sem önnur smádýr og smáfuglar gætu fest sig í henni.

Leiðbeiningar:

  1. Takið lokið af.
  2. Festið beitu í lokið t.d. hnetusmjör.
  3. Smellið lokinu aftur á.
  4. Staðsetjið gildruna upp við vegg með fellihlerann uppi.
  5. Mikilvægt er að athuga gildruna reglulega. Ekki skal líða lengri tími milli athugana en 6 klst.
  6. Opnið fellihlerann til að hleypa músinni út.

Eiginleikar

Póstlisti

Endilega skráðu þig á póstlista YKKAR. Við sendum reglulega nýjustu fréttir og góðan fróðleik.