
Flugnabani Sóló 18
Útfjólublá sparpera laða flugurnar að sér, þegar þær fljúga inn að ljósinu verða þær fyrir raflosti sem verður þeim að bana. Tryggir allt að 70m2 verndarsvæði. IPX4 vatnsvörn.
- 70m2 verndarsvæði
- IPX4 vottun
- Actalite útfjólubláa sparpera
- ABS plast
Panta vöru
Endursöluaðilar Flugnabani Sóló 18:
Nánari lýsing
Sóló 18 flugnabaninn er úr ABS- plasti með Actalite útfjólubláa sparperu. Hann verndar allt að 70 fermetra svæði gegn flugum og öðrum fljúgandi skordýrum. Tækið er hægt að hengja niður úr lofti eða hafa frístandandi.
Flugnabaninn er með IPX4 skvettuvörn sem þýðir að búnaðurinn þolir vatnskvettur á allar hliðar.
Leiðbeiningar:
- Sóló 18 flugnabanann frá Ykkar má aðeins nota á svæðum sem laus eru við ryk og mögulegar gufublöndur sem gætu valdið sprengihættu. Ef þú hefur einhverjar spurningar ættir þú að snúa þér til viðurkenndrar eftirlitsins á staðnum áður en tækið er sett upp.
- Hengið tækið upp í hæð þar sem börn ná ekki til (a.m.k. tveggja metra hæð).
- Fjarlægið aldrei fastan hluta af tækinu. Ef rafmagnssnúran, lampinn eða einhver annar hluti tækisins er skemmdur þarf framleiðandinn, þjónustuaðili á hans vegum eða einhver annar með sams konar kunnáttu að skipta um hlutinn til að forðast hættu.
- Tryggðu að rafmagn sé tekið af tækinu áður en tækið er þrifið eða lagað.
- Aðeins framleiðandi eða rafvirki ættu að gera við tækið.
Staðsetning:
Til að hengja tækið í loft þarf að festa krók í loftið. Einnig er hægt að nota keðju til að stjórna hæð tækisins en tveir metrar frá gólfi er kjörhæð. Einnig má tækið vera frístandandi. Tækið virkar best í dimmasta hluta rýmisins svo ekki ætti að staðsetja það nálægt gluggum, loftopum eða öðrum björtum stöðum.
Peruskipti:
Flugnabaninn notar eina 18w E27 Actalite sparperu sem skipta þarf um árlega. Það er vegna þess að útfjólubláu fosfórinn brennur mun hraðar en í venjulegri peru og þar af leiðandi hættir peran að gefa frá sér útfjólubláa geisla sem draga skordýrin að. Best er að skipta um peru á vorin ár hvert svo virkni sé sem best þegar skordýratímabilið stendur sem hæst.
Athugið að pera með öryggishlíf passar ekki í Sóló 18 flugnabanann.
- Takið tækið úr sambandi.
- Losaðu ísogfanfakka áður en tækið er tekið niður.
- Takið tækið niður og leggið það á hliðina svo að botninn snúi að þér.
- Fjarlægið perufestinguna sem fest er með tveim stjörnuskrúfum.
- Losaðu peruna með því að snúa perufestingunni rangsælis.
(PERAN GÆTI VERIÐ HEIT. SÝNIÐ AÐGÁT). - Takið perur úr tækinu og skilið í móttökustöð sveitarfélagsins að kostnaðarlausu.
- Eftir þrif, setjið það saman í öfugri röð.
- Setjið í samband og prófið.
Ábyrgð:
Tveggja ára ábyrgð er á tækinu frá kaupdegi (að undanskildri peru). Ef tækið bilar við venjulega notkun innan þess tíma skal því skilað vandlega innpökkuðu til viðgerðar.
Eiginleikar
Verndarsvæði | Allt að 70 m² |
---|---|
Spenna | 230v – 50Hz |
Vött | 18w |
Pera | 1 x Actalite |
Stærð | 147 x 147 x 307 mm |
Þyngd | 800 g |
Ytra byrði | ABS plast |