
Flugnabani Dúó 36
Tvær útfjólubláar sparpera laða flugurnar að sér, þegar þær fljúga inn að ljósinu verða þær fyrir raflosti sem verður þeim að bana. Tryggir allt að 140m2 verndarsvæði.
- Ryðfrítt stál
- UV-þolið ABS plast
- Tvær Actalite útfjólubláar sparperur
- Viðhald án verkfæra
- Dúó 36 flugnabaninn er úr ryðfríu stáli og UV-þolnu ABS plasti í hliðum. Hann verndar allt að 140 fermetra svæði gegn flugum og öðrum fljúgandi skordýrum. Tækið má festa á vegg, láta hanga niður úr lofti eða hafa það frístandandi.
- Flugnabaninn býður upp á viðhald án verkfæra; fljótlosaður safnbakki og gott aðgengi að perum.Kemur með venjulegum Actalite 18w perum en hægt er að fá Actalite 18w perur með öryggishlíf sem passa í flugnabanann. Öryggishlífin er plasthlíf sem umlykur peruna og verndar umhverfið fyrir glerbrotum. Ef peran brotnar haldast glerbrotin inn í öryggishlífinni, en það er afar mikilvægt t.d. þar sem unnið er með opin matvæli.
Panta vöru
Endursöluaðilar Flugnabani Dúó 36:
Nánari lýsing
Notkunarleiðbeiningar
1. Dúó 36 flugnabaninn frá Ykkar má aðeins nota á svæðum sem laus eru við ryk og mögulegar gufublöndur sem gætu valdið sprengiættu. Ef þú hefur einhverjar spurningar ættir þú að snúa þér til eldvarnaeftirlitsins á staðnum áður en tækið er sett upp.
2. Tækið má ekki nota á stöðum þar sem fyrirfinnast eldfimar gufur eða líklegt er að til staðar sé duft sem gæti valdið sprengihættu. Hengið búnaðinn upp í hæð þar sem börn ná ekki til (a.m.k. tveggja metra hæð).
3. Fjarlægið aldrei fastan hluta af tækinu. Ef rafmagnssnúran, lampinn eða einhver annar hlutur tækisins er skemmdur þarf framleiðandinn, þjónustuaðili á hans vegum eða einhver annar með sams konar kunnáttu að skipta um hlutinn til að forðast hættu.
4. Taktu tækið úr sambandi áður en það er þrifið. Tryggðu að rafmagn sé tekið af tækinu áður en tækið er þrifið eða lagfært.
5. Ekki nota tækið á eldfimum svæðum eða þar sem sprengihætta er.
6. Ekki má þvo tækið með vatni né staðsetja það í rigningu.
7. Aðeins framleiðandi eða rafvirki ættu að gera við tækið.
8. Tryggið að spenna og tíðni á þínu svæði séu rétt fyrir tækið. Athugið að jarðsamband sé til staðar til að forðast skemmdir eða hættu.
Staðsetning
Til að festa tækið á vegg þarf að bora og skrúfa tveimur skrúfum í vegg, helst í um tveggja metra hæð frá gólfi, og setja upp tækið með því að festa það á skrúfurnar.
Tækið virkar best í dimmasta hluta herbergisins svo ekki ætti að staðsetja það nálægt gluggum, loftopum eða öðrum uppsprettum birtu.
Peruskipti
Flugnabaninn notar tvær Actalite sparperur sem skipta þarf um árlega. Það er vegna þess að útfjólubláu fosfórin brenna mun hraðar en í venjulegri peru og þar af leiðandi hættir peran að gefa frá sér útfjólubláa geisla sem draga skordýrin að. Best er að skipta um peru á vorin ár hvert svo virknin sé sem best þegar skordýratímabilið stendur sem hæst.
1. Slökkvið á tækinu og takið úr sambandi.
2. Hvolfið tækinu og dragið skúffuna úr.
3. Losið peruna (rangsælis) frá festingunni. (PERAN GÆTI VERIÐ HEIT. SÝNIÐ VARÚÐ ÁÐUR EN SKIPT ER UM PERU).
4. Takið peruna úr grindinni.
5. Losið ykkur við peruna í samræmi við reglur um flokkun úrgangs.
6. Skrúfið nýja peru í perustæðið (réttsælis).
7. Rennið skúffunni aftur á sinn stað.
8. Snúið tækinu við og tengið rafmagns-snúruna.
Förgun
Skila má raf- og rafeindatækjaúrgangi til móttökustöðva sveitarfélaga án kostnaðar og ábyrgist sveitarfélagið að úrgangurinn verði meðhöndlaður í samræmi við gildandi reglur.
Eiginleikar
Verndarsvæði | Allt að 140 m² |
---|---|
Spenna | 230v ~ 50Hz |
Vött | 36w |
Perur | 2 x Actalite |
Stærð | 410 x 110 x 260 mm |
Þyngd | 2,5 kg |
Ytra birði | Ryðfrítt stál og ABS plast |