
Flugnabani Dekó 18
Dekó 18 flugnabaninn er hannaður með virkni að leiðarljósi og þar að auki er hann stílhreinn. Tilvalinn fyrir heimili, veitingastaði og í raun hvar sem er. Aðalburðarvirki flugnabanans er úr tæringarfríu áli, sem gerir hann léttan og meðfærilegan. Actalite útfjólublá sparpera og stórt Actalim límspjaldi. Auðvelt viðhald þar sem engin verkfæri eru þörf til þess að skipta um límspjald eða peru. Mögulegt að kaupa Actalite sparperu með öryggishlíf sem passar að ef peran brotnar haldast glerbrotin inn í öryggishlífinni, en það er afar mikilvægt t.d. þar sem unnið er með opin matvæli.
Panta vöru
Endursöluaðilar Flugnabani Dekó 18:
Nánari lýsing
Notkunarleiðbeiningar
1. Dekó 18 flugnabaninn frá Ykkar er sérstaklega hannaður með glæsileika og virkni að leiðarljósi. Hann er ekki aðeins tilvalinn fyrir heimili heldur einnig fyrir veitingastaði, kaffihús, skyndibitastaði og hótel svo fátt eitt sé nefnt.
2. Festið tækið á vegg í þeirri hæð sem börn ná ekki til (a.m.k. tveggja metra hæð).
3. Fjarlægið aldrei fastan hluta af tækinu. Ef rafmagnssnúran, lampinn eða einhver annar hluti tækisins er skemmdur þarf framleiðandinn, þjónustuaðili á hans vegum eða einhver annar með sams konar kunnáttu að skipta um hlutinn til að forðast hættu.
4. Tryggðu að rafmagn sé tekið af tækinu áður en tækið er þrifið eða lagfært.
5. Aðeins framleiðandi eða rafvirki ættu að gera við tækið.
FJARLÆGIÐ HLÍFÐARPAPPÍRINN AF LÍMSPJALDINU FYRIR NOTKUN
Sjá leiðbeiningar um límspjaldaskipti hér að neðan.
Staðsetning
Til að festa tækið á vegg, merkið þá í gegnum götin aftan á tækinu. Borið og setjið veggtappa sem passa fyrir skrúfurnar. Einnig má tækið vera frístandandi. Tækið virkar best í dimmasta hluta rýmisins svo ekki ætti að staðsetja það nálægt gluggum, loftopum eða öðrum björtum stöðum.
Límspjaldaskipti
Flugnabaninn notar eitt Actalim límspjald sem skipta þarf reglulega um. Þegar flugnabaninn er notaður í fyrsta skipti þarf að fjarlægja hlífðarpappírinn af límfleti spjaldsins, sjá skref 2 og 4 hér að neðan. Athuga þarf límspjaldið reglulega og skipta um þegar nýting gefur tilefni til, eða ef yfirborð þess spillist af ryki o.þ.h., en að minnsta kosti á tveggja mánaða fresti.
1. Takið tækið úr sambandi.
2. Rennið límspjaldinu úr skerminum að framan.
3. Hendið límspjaldinu með almennu sorpi.
4. Takið hlífðarpappírinn af límfleti nýja límspjaldsins og rennið aftur í skerminn.
(LÍMFLÖTURINN Á AÐ SNÚA AÐ PERUNNI).
5. Setjið í samband og prófið.
Peruskipti
Flugnabaninn notar eina Actalite sparperu sem skipta þarf um árlega. Það er vegna þess að útfjólubláu fosfórin brenna mun hraðar en í venjulegri peru og þar af leiðandi hættir peran að gefa frá sér útfjólubláa geisla sem draga skordýrin að. Best er að skipta um peru á vorin ár hvert svo virknin sé sem best þegar skordýratímabilið stendur sem hæst.
1. Takið tækið úr sambandi.
2. Losið peruna með því að snúa henni rangsælis.
(PERAN GÆTI VERIÐ HEIT. SÝNIÐ AÐGÁT).
3. Takið peru úr tækinu og skilið í móttökustöð sveitarfélaga án kostnaðar.
4. Eftir þrif, setjið þá saman í öfugri röð.
5. Setjið í samband og prófið.
Förgun
Skila má raf- og rafeindatækjaúrgangi til móttökustöðva sveitarfélaga án kostnaðar og ábyrgist sveitarfélagið að úrgangurinn verði meðhöndlaður í samræmi við gildandi reglur.
Eiginleikar
Verndarsvæði | Allt að 70 m² |
---|---|
Spenna | 230v ~ 50Hz |
Vött | 18w |
Pera | 1 x Actalite |
Límspjald | 1 x Actalim |
Stærð | 240 x 117 x 325 mm |
Þyngd | 650 g |
Ytra birði | Ál |